Kindurnar í okkar eigu

 
Sauðfjárræktin hófst hjá okkur árið 2006 þegar við fengum átta gimbrar frá Kristjáni á Hólum, eina svartbotnótta, eina gráasirjótta, eina hvíta (sæðingarlamb undan Oddi frá Þóroddsstöðum) og fimm gular
 
Við fengum strax dellu fyrir því að rækta mislitt fé og 2007 fengum við tvær gimbrar frá Guðlaugi á Lækjarbotnum sem við kölluðum Gullurnar (þær voru svo samrýmdar að þær fengu bara eitt nafn) - önnur morflekkótt og hin morbotnótt en hún hvarf svo frá tveimur lömbum sumarið 2008 og hefur ekki sést síðan - mjög dulafullt hvarf. Árið 2007 fengum við níu lömb undan gemsunum.
 
Haustið 2008 fengum við svo svartbotnótta gimbur frá Guðlaugi og völdum okkur svo tvær lífgimbrar, báðar undan Gullunum - önnur svartflekkótt og hin mórauð. Í allt fengum við 18 lömb 2008.
Við leyfðum svo svörtum hrúti að lifa, hann fæddist seint og var of lítill í sláturhúsið og fer hann í sauðahangikjöt á næsta ári.
 
Við ætlum okkur stóra hluti í sauðfjárræktinni á næsta ári og munum sæða þrjár kindur og restin fer undir gæðahrútinn Palla frá Fossi sem er undan Kveik frá Hesti sem Vindásbændur keyptu nú í haust.
 
15 des. 2008  Sæðingadagur
 
Gullan (morflekkótt) fékk Blett frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
 
Lýsing á Bletti: Grábíldóttur,mjög svipfríður og ákaflega vel hyrndur. Sérlega útlögumikill, breiður og holdfylltur frampartur. Bakið vel breitt, malir breiðar og ákaflega vel holdfylltar. Gríðargóð lærahold. Fótstaða góð. Ákaflega prúður og jafnvaxinn hrútur.
 
 
Lýsing á At: Gulur á haus og fótum og nokkuð um gul hár á mölum.Þróttlegur haus. Breiðar og vel fylltar herðar, bringan breið og mjög miklar útlögur. Sterkt, vöðvaþykkt bak og ákaflega vel fylltar malir. Lærahold með afbrigðum góð og sérstaklega mikil fylling innanlærisvöðva. Sterkleg fótstaða. Í meðallagi bollangur en sérstaklega holdþéttur hrútur.

Botna (svartbotnótt) fékk Smyril frá Smyrlabjörgum, Suðursveit

Lýsing á Smyrli:  Mórauður jafn dökkur litur. Svipfríður með frekar fínleg horn. Herðar aðeins í hærra lagi en góðar útlögur. Bakið allvel holdfyllt. Malir ekki nema í meðallagi breiðar, örlítið afturdregnar en vel holdfylltar. Lærahold góð.  Fótstaðan rétt. Fremur bollangur og jafnvaxinn hrútur. 

Sauðburður 2009

Sauðburður 2009

 
 
 
 
 
 
 

Kindurnar í okkar eigu