4. júlí 2011

posted Jul 4, 2011, 3:16 PM by Jón Pétursson   [ updated Jul 4, 2011, 4:31 PM ]
Við komum við á Laugarvatni á leiðinni austur á föstudagskvöld með pallinn fullan af efni sem beðið var eftir í Gufuna en til stóð að klára verkið núna um helgina og hafði um 600 manns verið boðið í gilli á sunnudaginn.
Á laugardaginn héldum við áfram með girðingarvinnuna á Vindási en nú var sett upp girðing til að skipta túnunum í þrjú hólf. Nonni fór eftir hádegið á Laugarvatn og kom ekki til baka fyrr en um kvöldið en Holla og Pétur voru í girðingarvinnunni með Möggu, Braga og Gumma á Vindási. Fanney og Elfa vinkona hennar komu seinnipartinn í heimsókn og var lamb ala mamma í kvöldmat.
Nonni fór svo eldsnemma á sunnudag á Laugarvatn og kom til baka undir kvöld en þá hafði tekist að opna Gufuna, eða Fontana á Laugarvatni eins og staðurinn heitir, og halda opnunargillið eins og stefnt var að - glæsilegt mannvirki sem örugglega á eftir að verða vinsælt.
 
Aðkoman að Fontana - á hinni myndinni sést setlaugin og gufuböðin hægra megin á myndinni
 
Búningsklefarnir - á hinni myndinni sést í móttökusalinn, aðkoman vinstra megin og laugarnar og gufubaðið er til hægri 
 
Krakkarnir kúrðu í bústaðnum en Holla hél áfram í girðingavinnu á Vindási. Þegar Nonni kom til baka var okkur boðið í grill á Vindási. Krakkarnir fóru seinnipartinn í bæinn en við ákváðum að fara ekki fyrr en á mánudagsmorgun.
 
Comments