9. maí 2010

posted May 9, 2010, 4:39 PM by Jón Pétursson
Við fórum á föstudagskvöldið upp á Akranes að kíkja á 11 labrador hvolpa og kolféllum þar fyrir einni skvísu, við fáum hana í byrjun júní þannig að það verður spennandi
 
Hér er litla krúttið, bara fjögurra vikna gömul - við auglýsum hér með eftir nafni á hana
 
Sauðburðurinn er kominn á fullt á Vindási um 150 lömb komin og höfum við verið að hjálpa til að fylgjast með og hjálpa rollunum ef þörf er á. 
Við sæddum 25 rollur í haust og um helgina voru 15 bornar eða 60% sem er eðlilegt hlutfall. Af þeim fimm sem við sæddum af okkar rollum voru þrjár bornar, Gulla og Tóta voru tvílembdar og Þórunn með eitt lamb - alllt gimbrar þannig að við verðum með nóg í ásetning í haust.
 
Holla með flott flekkótt lömb og á hinni myndinni er Gulla með lömbin sín sem eru undan sæðingarhrútnum Kveik frá Hesti 
 
Tóta Gulludóttir með lömbin sín og á hinni myndinni er Þórunn með sitt lamb - þau er líka öll undan Kveik frá Hesti
 
Nonni fór á laugardag og sunnudag í að ýta út uppgreftrinum sem upp kom þegar skurðirnir á Vindási voru dýpkaðir í fyrra, þeir reyndust vera töluvert frosnir ennþá en það kom ekki að sök þegar stóra dýrið var annarsvegar.
Pétur eyddi helginni í að lesa undir síðasta prófið sem hann fer í í vikunni. Á sunnudeginum kom Þórlaug vinnufélagi Hollu í smá heimsókn ásamt systur sinni og börnum þeirra ekki fannst krökkunum leiðinlegt að fá aðeins að knúsa lömbin og klappa hestunum, Hekla skartaði sínu fegursta en þær fengu ekki að sjá Eyjafjallajökull var hulinn skýjum frekar spælandi.
 
Það fer um mann óhugur þegar gosið sýnir sig, öskugrá drullan sem vellur út er ekki beint spennandi.
 
Útigangshrossin á Vindási virðast vera komin með hóstapestina, allavega er farið að renna úr nefinu á þeim sem er alveg furðulegt þar sem að þau hafa ekki haft neinn samgang við önnur hross.
 
 
Comments