8. nóvember 2010

posted Nov 7, 2010, 4:22 PM by Jón Pétursson   [ updated Nov 8, 2010, 4:03 PM ]
Nonni og Pétur fóru beint í það þegar austur var komið á föstudagskvöldinu að sprauta benzann á meðan Holla ásamt Möggu og Braga pökkuðu og gengu frá kjötfarsinu sem Guðni bróðir Eiðs í Helli hafði hrært saman þá um kvöldið.
 
Pétur var kominn niður á eina rétta litinn á benzann sem er hvítur orginal litur sem heitir Arctic Weiss, stuðarar, sílsar og listar verða svo í silkimatt svörtu.
 
Þetta er "lookið" sem Pétur stefnir á, hvítt og svart - ekki víst að honum takist að ná sér í AMG felgur...
 
Liturinn kominn á boddýið og Pétur farinn í að raða saman - takið eftir hvað nýju svörtu leiðursætin "look-a" flott með hvíta litnum
 
Nonni og Gulli skelltu sér á námskeiðið "Forntraktorar - meira en járn og stál" á Hvanneyri á laugardeginum og höfðu mikið gaman af, þetta var í sjöunda sinn sem þetta námskeið var haldið þannig að það er orðið vel slípað og fróðlegt. Holla fór með Nínu á Botnum á Hellu og kíktu þær í Handverkshúsið í tilefni safnadagsins þar sem sýnt var gamalt handverk og þar var meðal annars Geiri á Minni-Völlum að flétta tauma og gjarðir úr hrosshárum og ull. Eftir það kíktu þær til Billa gamla bóndans á Lækjarbotnum í kaffi.  Á meðan var Pétur var heima í bústað og lærði.
 
Í kaffipásu á námskeiðinu var upplagt að skoða gamla traktora og ræða málin
 
Þegar þeir komu aftur austur eftir kvöldmat fór Nonni beint í að undirbúa að sprauta restina af benzanum og á sunnudaginn var klárað að spauta hvíta litnum, ekki laust við að brúnin lyftist aðeins á Pétri þegar hingað var komið og nú bíður hann spenntur eftir að komast austur um næstu helgi og raða saman.
 
Nonni búinn að sprauta alla boddýhluti hvíta og nú er bara eftir sprauta svörtu hlutana
 
Það er skemmtilegt frá því að segja að ritstjóri heimasíðu Ferguson félagsins hafið samband við Nonna og fékk leyfi til að birta umfjöllun um massann sem hann gerði upp, sjá heimasíðu félagsins
  
 
Comments