8. maí 2013

posted May 8, 2013, 9:01 AM by Jón Pétursson
Við fórum beint á Vindás á föstudagskvöldinu aðeins að kanna stöðuna, sauðburður er hafinn og þó nokkrar ær bornar. 
Við fengu fyrstu lömbin um helgina tvo sæta hvíta hrúta úr sæðingunni. 

Kveikja kom með tvo hrúta þetta árið

Það er komið heilmikið vor í loftið með fuglasöng og blíðu, brum farið að sjást á trjánum og rjúpan gerir sig heimakomna í skóginum eins og undanfarin ár.


Rjúpan á vappi í klettunum fyrir utan bústaðinn

Við héldum áfram vinnu í skemmunni á laugardaginn, tengdum vatnið og er hleyptum hita á einn ofn í vinnuaðstöðunni og lögðum affallið frá honum í brynningu fyrir hrossin.


Hrossin voru mjög ánægð með þessa bláu tunnu þurftu mikið að skoða hana og sulla í vatninu

Nonni fór til Trausta og Stínu með tætarann og tætti smá bleðil sem Trausti ætlar að nota sem vermireit fyrir trjáræktina.

 
Trausti valdi raka laut á móti suðri til að búa til vermireit

Á sunnudeginum saumaði Holla rennilása í tvær peysur sem hún ætlar að henda við á Skeiðvöllum ásamt nokkrum taumum sem hún fléttaði í vikunni en Nonni dundaði áfram í skemmunni.
Nú fer að styttast í fæðingarorlof hjá frúnni - mikil tilhlökkun að eyða næstu 2 vikum í fjárhúsinu.

Comments