8. júní 2013

posted Jun 8, 2013, 3:34 AM by Jón Pétursson
Við fórum ekki austur fyrr en á laugardeginum þar sem árshátið var í vinnunni hjá Nonna á föstudagskvöldinu. Við stoppuðum á Skeiðvöllum og kíktum í opnun á hestamiðstöðinni hjá þeim http://www.hestafrettir.is/opnun-a-heimsoknarmidstod-a-skeidvollum/

Virkilega gaman hvað þetta er myndalegt hjá þeim og frábært að þau skuli vera að nýta sér sóknarfærin í ferðabransanum.  

Holla prjónaði af miklum móð og setti rennilása í tvær peysur en Nonni fór á sunnudagsmorgun og sótti gröfuna niður á Lækjarbotna og tók holur og færði tré fyrir Guðmund í Heysholti og fór svo og gróf gamlar rúllur níður í haganum á Vindási.
 
Nonni gróf upp dauðar aspir við heimreiðina að Heysholti og svo verða aðrar fluttar í staðinn

Það er loks að verða sumarlegt í sveitinni og trén að byrja að laufgast og flatirnar byrjaðar að grænka.

 
Viðjan og reynirinn eru kominn af stað og birkið og loðvíðirinn við það að springa út

Annars voru bara rólegheit hjá okkur, unnum aðeins í skemmunni við að undirbúa meiri hellulögn og kíktum í kaffi á Lækjarbotna og skoðuðum hjá þeim folöld. 
   
Comments