8. júní 2009

posted Jun 8, 2009, 9:15 AM by Jón Pétursson
Nú um helgina fórum við í að klára að saga niður rörin í hestagerðið og sjóða þau upp. Einnig smíðuðum við tvö hlið á það þannig að nú er bara eftir að útbúa læsingar, skera ofan af staurunum og mála og þá er gerðið klárt í tamningar og þjálfun!
 
 
Hestagerðið komið upp og Þruma og Von mættar til að taka það út og var ekki annað að heyra en þær væru hæstánægðar með það
 
Nonni og Gulli á Botnum fóru svo seinnipart á laugardaginn og keyrðu út og sléttuðu fjögur trailerhlöss af vikri í nýja reiðveginn með Landveginum sem dugði á tæpan kílómeter.  Svo verður restin ca 300m sem búið er að herfa og grjóttína kláruð um næstu helgi.  Þá er líka stefnan að herfa og grjóttína líka þá ca 550m sem eru eftir upp að Minni-Valla landi.
 
Nýi reiðvegurinn meðfram Landveginum 
 
Það er mikill gróandi þessa dagana í sveitinni, til gamans eru hér tvær myndir sú fyrri er tekin í september 2001 og sú seinni í júní 2009 sýna ágætlega hversu hratt gróðurinn hefur rokið upp síðustu ár
 
Myndir teknar í september 2001 og í júní 2009
 
Comments