8. janúar 2015

posted Jan 8, 2015, 2:52 PM by Jón Pétursson   [ updated Jan 9, 2015, 5:13 PM ]
Helgin 2-4. janúar

Sigga og Jan komu með okkur austur þessa helgi, við vorum heppin að það voru norðurljós á leiðinni austur þannig að Jan fékk smá forsmekk af þeim.
Holla og Sigga fóru í spuna á Brúarlundi á laugardagsmorgun en Jan tók myndir og Nonni mokaði m.a. snjó af veginum á meðan.
Veðrið var með eindæmum um helgina, það hafði snjóað í login og ekki hreyfði vind fram á sunnudag þannig að öll trén voru þakin snjó. Því miður voru engin norðurljós laugardag og sunnudag fúlt fyrir Jan sem var spenntur að ná þeim á mynd á nýju myndavélina.


Greinarnar kikna undan snjónum og stóri John Deere hvílir sig fram að næsta snjómokstri

Á laugardagskvöldið komu Skotlandsfararnir Lísa, Óli, Gulli, Nína, Anna og Eiður til okkar í mat, við skoðuðum myndir frá ferðinni og spjölluðum - virkilega skemmtilegt kvöld.

 
Hópurinn kátur að sjá yfir villibráðarhlaðborðinu

Óðinn stækkar og dafnar ört og er gæfur og hændur að manni


Óðinn undan Von og Gjafari öll frá Mið-Setbergi

Við fórum snemma í bæinn á sunnudeginum þar sem Sigga og Jan voru að fara í annað boð eftir hádegið - þétt skipuð dagskrá hjá þeim.

Kisurnar hertóku jólatréð yfir hátíðina og ekki útlit fyrir að það fari upp aftur eftir þessa meðferð og Grettir var líka duglegur að hjálpa Hollu að púsla 


Kisurnar slappa af í trénu, ekki margar kúlur eða annað skraut eftir

Myndirnar af kisunum tók Jan og hér fyrir neðan eru nokkrar flottar sem hann tók í bústaðnum um helgina



Comments