8. janúar 2012

posted Jan 8, 2012, 3:40 PM by Jón Pétursson
Gleðilegt ár kæru vinir og vandamenn.

Fórum austur á föstudagskvöldið og komum við á Vindási eftir að hafa farið læðst upp Landveg, eins og sjá má á myndinni var algjör glæra alla helgina.


Það var kolófært inn við bústað þannig að Nonni fór á John Deere innúr og mokaði veginn, það hefur ekki verið jafn mikill snjór í lautinni svo að við munum þannig að hann var dágóða stund að hreinsa leiðina.
Á laugardag fórum við með Vindásbændum að færa hrútana á milli hópa ef einhver þeirra væri nú ekki að standa sig í stykkinu.
Annars var helgin tekin tiltölulega rólega kúrt og prjónað. 
Það var svo rok og rigning á sunnudaginn og sem betur fór tók heilmikið af klakanum upp þannig að leiðin í bæinn var nokkuð auðfarin.
Við tókum húddið, frambrettin, gluggastykkið, sætisgrindurnar og grillið af Willysinum með okkur í bæinn og verður farið með það í sandblástur í vikunni.

Comments