8.desember 2008

posted Dec 20, 2008, 2:59 PM by Jón Pétursson   [ updated Dec 24, 2008, 2:53 PM ]
Holla fór á námskeið á Brúarlundi í brjóstsykursgerð á föstudagskvöldinu ásamt konum úr sveitinni, kunnáttan verður svo nýtt í sælgætisgerð fyrir jólin.
 
Á laugardeginum var leiðindaveður en við kíktum í heimskókn á Vindás og smökkuðum á hangikjötinu sem var nýkomið úr fyrstu kaldreykingunni í nýja reykkofanum, kjötið smakkaðist frábærlega - passlega salt - en menn voru sammála um að það mætti vera heldur meira reykbragð af því.  Þetta kjöt var 10 daga í reyk, restina af kjötinu höfum við nokkra daga í viðbót.
 
 
      
Bragi kveikir upp, eldsneytið er tað, birkihrís, harðviðarkubbar og harðviðarspænir - skömmu síðar liðaðist reykur upp rörið og fyllti kofann.
 
 Við tókum stöðuna á því hvernig kindagjafagrindurnar sem við smíðuðum virkuðu, Bragi var mjög ánægður - þær taka heila rúllu og hún er étin upp án þess að þurfa nokkuð að eiga við hana og lítið slæðist úr henni.
 
                 
Sunnudagurinn var bjartur og fagur, það hafði snjóað um nóttina og hvítt teppi yfir öllu. Nonni fór niður á Lækjarbotna á fjórhjólinu, fréttst hafði af hópi kinda sem orðið hafði eftir á Bjallaheiðinni.  Eftir að hafa farið um allt fundust einungis fimm kindur en spor eftir stærri hóp stefndu inn í sandgirðinguna við Tjörvastaði - þær skila sér í Hrólfsstaðahelli þegar Eiður smalar