7. júlí 2009

posted Jul 7, 2009, 5:43 AM by Jón Pétursson
Laugadagurinn fór í að Holla þreif bústaðinn hátt og lágt á meðan Nonni setti nýbrýndan hníf í rúlluvélina og smurði litla John Deere sláttutraktorinn sem loksins er kominn í lag.  Nonni tók líka törn í að útbúa nýtt og fínt svæði á Vindási þar sem rúllurnar verða geymdar.  Holla skellti sér svo í reiðtúr með Þórunni og Billa á Lækjarbotnum um kvöldið.
Bragi á Vindási fór í að slá túnin sem mest voru sprottin og var stefnt á að pakka á mánudag.
 
Á sunnudagsmorgun fórum við og flokkuðum bleikjur með Lækjarbotnafólkinu og var svo boðið í ekta heimareykt hangikjöt á eftir - ekki slæm skipti það! 
 
Holla, Siggi og Gulli moka bleikjunni upp
 
Eftir flokkunina var haldið áfram með að mála og núna tókum við seinni umferð á þær tvær hliðar sem eftir voru á bústaðnum og bárum svo seinni umferð á pallinn norðan við húsið.  Svo var rennt í bæinn seint og vorum við komin heim um tvöleitið.
 
Nonni skrapp svo austur seinnipart á mánudag til að binda hey en það náðist bara að binda af einu litlu túni eða 26 rúllur, hitt var ekki orðið nógu þurrt.  Það verður bara að prófa aftur á morgun eða miðvikudag.
 

ROCO pökkunarvélin

Gummi pakkar með vélinni sem við keyptum í vor
 
Comments