7. janúar 2009

posted Jan 7, 2009, 11:27 AM by Jón Pétursson
Nýrri síðu Áhugaverðir viðburðir hefur verið bætt við vefinn okkar, á henni er að finna dagatal með því sem okkur þykja áhugaverðir viðburðir í okkar nánasta umhverfi. Þarna munum við setja inn viðburði eftir því sem að við hnjótum um þá.
 
Þá hefur sjálfvirka veðurstöðin okkar verið skáð á Weather Underground veðurnetið og hefur verið bætt við krækjum í hana á síðunum Veðrið í Mið-Setbergi og Tenglar. Þar er meðal annars hægt að nálgast gerfihnattamynd með nýjustu veðurupplýsinum og nákvæmar upplýsingar um veðrið í rauntíma og aftur í tímann - kíkið endilega á það.