7. febrúar 2011

posted Feb 7, 2011, 3:23 PM by Jón Pétursson
Það var leiðindaveður á föstudagskvöld þegar við fórum austur, él og hálka. Snjór er yfir öllu og bætti í hann alla helgina. Við komum við í skemmunni á Vindási og sóttum stóra dýrið vitandi það að lautin fyrir framan bústaðinn væri full af snjó.
 
Snjór yfir öllu í sveitnni - á hinni myndinni er stóra dýrið komið í gegnum skaflinn framan við bústaðinn 
 
Við unnum aðeins í undirbúningi fyrir parketlögnina á efri hæðina en annars var að mestu slappað af á laugardaginn. Nonni fór aðeins í vélina á Ford 3000 traktornum, reif úr honum spíssana og sprautaði tveimur brúsum af ryðolíu inn í cylindrana - síðan kemur í ljós um næstu helgi hvort það hefur dugað til að losa vélina. Nonni naut aðstoðar kindanna sem koma orðið alltaf að sníkja hestanammi þegar við sjáumst í nágrenni við fjárhúsið.
 
Kindurnar mættar til að fá nammið sitt, Orri forystuhrútur stendur upp úr hópnum á myndinni vinstra megin 
 
Á sunnudaginn fórum við og stússuðum aðeins í hrossunum, komum þeim inn í fjárhús og gáfum ormalyf í Pumbu folaldið hennar Stínu og gömlu merina hana Bibbu en hin hrossin voru búin að fá ormasprautu í byrjun vetrar.
 
Það var hrím í faxinu á hestunum enda hálfgerð frostþoka yfir öllu 
 
Við fórum líka niður í Hrólfsstaðahelli og kíktum á hvernig Eið miðar með hana Eldingu okkar, hann er bara ánægður með hana.  Hún er að verða sátt við beislið og nú er hann að vinna í að ná rými á töltinu og á meðan hún er að þjálfast í því er takturinn kanski ekki alveg upp á það besta en hann segir hana viljuga og skemmtilegt að ríða henni og lundin frábær þó það sé heilmikið skap í henni er hún aldrei á móti manni.
 
Eiður og Elding  
 
Hér er svo smá video af þeim
 

Elding frá Mið-Setbergi

 
Á leiðinni til baka fengum við kaffisopa og spjall á Botnum og svo fórum við í bæinn.
 
 
Comments