7. febrúar

posted Feb 7, 2009, 6:20 AM by Jón Pétursson   [ updated Feb 7, 2009, 1:10 PM ]
 
Í morgun fórum við með hana Eldingu okkar sem er á fjórða vetri í forskoðun kynbótahrossa hjá hrossaræktarfélagi Andvara, dómari var Kristinn Hugason.
Skemmst er frá að segja að hún náði 2. verðlaunum í byggingareinkun með 7,83 og við erum hæstánægð með árangurinn.
Elding mældist 140 cm há á herðar og 138 cm á lend, hér eru svo einkunnir hennar:
 
Hross: Elding frá Mið-Setbergi
Eiginleiki Vægi Einkunn Stig Sköpulagseink.
Höfuð 3,0% 7,5 0,2250 0,56250
Háls/herðar/bógar 10,0% 7,0 0,7000 1,75000
Bak og lend 3,0% 8,0 0,2400 0,60000
Samræmi 7,5% 8,0 0,6000 1,50000
Fótagerð 6,0% 8,5 0,5100 1,27500
Réttleiki 3,0% 8,0 0,2400 0,60000
Hófar 6,0% 8,5 0,5100 1,27500
Prúðleiki 1,5% 7,0 0,1050 0,26250
Alls 40,0% 3,13 7,83
 
VIð höfðum áður beðið Magnús Lárusson um að að gefa okkur hugmynd um sköpulagseinkunn þegar Elding var hjá honum á þriðja vetri og að hans mati var hún með háls upp á 8 - 8,5 þannig að hún gæti hæglega hækkað upp í fyrstu verðlaun ef sú verður raunin, eins á hún klárlega inni 7,5 - 8 fyrir prúðleika en henni tókst í vetur að rífa af sér mestallt faxið. Til að fara yfir 8 í einkunn þarf hún að fá amk 8 fyrir háls og nái hún 8,5 fengi hún 8,20 fyrir byggingu - nú er ekki spurning að hún fer í dóm í ár!  Tamningin á henni hefur gengið ótrúlega vel á undanförnum dögum, hún er farin að treysta okkur vel og er pollróleg á meðan henni er kembt og hún var járnuð án nokkurra vandamála.
Hægar gengur hinsvegar með tamninguna á Loga sem enn á erfitt með að treysta manni og er hræddur við allt. Hér fyrir neðan er video af þeim Eldingu og Loga.

Elding og Logi