6. september 2011

posted Sep 6, 2011, 2:30 PM by Jón Pétursson
Við fórum í viðgerð á rúlluvélinni á laugardaginn og svo í girðingavinnu með Möggu og Braga á Vindási sem voru að stækka gerðið heima við hlöðu heilmikið og skipta því í tvö hólf sem á eftir að breyta miklu í sauðburðinum næsta vor. Einnig var útbúin renna þar sem hægt verður að reka úr gerðinu beint inn í hlöðu en áður þurfti að reka féð í gegnum hesthúsið.  Holla fór líka yfir rafmagnsgirðinguna í hestastykkinu og hengdi upp vírinn þar sem hann var dottin úr festingum. Um kvöldið komu Magga og Bragi svo í saltfisk eldaðan á spænska vísu til okkar í bústaðinn.
Á sunnudagsmorgun stálust Magga og Holla í smá sveppamó í Vörðulandið og týndu lerkisveppi og Nonni kláraði að setja rúlluvélina saman. Um tvöleitið fórum við inn í Laugar og flokkuðum við bleikju úr einu kari með Lækjarbotnaliðinu og fórum svo í kaffi til þeirra niður á Botna. Við fengum svo læri í matinn á sunnudagskvöldinu á Vindási og voru nýuppteknar kartöflur og lerkisveppasósa með - ekki slæmt.
Renndum í bæinn eftir kvöldmat og tókum á móti Guðrúnu, Árna og Rakel en þau voru að koma frá Egilsstöðum með búslóðina í kerru.
Comments