6. nóvember 2013

posted Nov 7, 2013, 8:02 AM by Jón Pétursson   [ updated Nov 8, 2013, 2:18 PM ]
Síðustu tvær helgar voru þéttskipaðar.
Helgina 26. - 27. okt var hrútasmölun í Landsveitinni og smöluðum við hagana og túnin á laugardeginum, næst voru flokkaðar frá rollur og restin af lömbunum sem sem fóru svo í sláturhús eftir helgina.  

Hrútarnir okkar Gráni og Bikar voru ansi vígalegir en eru hin mestu gæðablóð og leiðist ekki að láta klóra sér

Á sunnudaginn var svo farið í bjúgna og pulsugerð. 

Þau eru fagmannleg þau Gummi og Holla við pulsugerðina

Nonni fór í Helli með tvo hrúta, svartflekkótta lambhrútinn undan Sníkju og forystusauðinn okkar hann Orra. Anna ætlar að nota lambhrútinn í vetur en Eiður ætlar að farga Orra fyrir okkur. 
Nonni sauð líka festingar fyrir skurðarbrettið á kjötvinnsluborðið fyrir þau í nýju kjötvinnslunni.

Um síðustu helgi 1. - 3. nóvember fór Holla að Brúarlundi á laugardagsmorguninn í ullarvinnslu ásamt nokkrum konum úr sveitinni, mjög skemmtilegt framtak hjá þeim, gaman að halda við þessu gamla en þar er spunnið kembt og litað garn - náttúrulega allt af heimafé. 
Nonni dundaði í skemmunni m.a. við að ganga frá vélunum fyrir veturinn og tína saman kramið úr Willys sem hann ætlar að fara með í bæinn og taka það í gegn þar.

Hér er Holla að kemba ull í skemmunni

Á sunnudagsmorgun fórum við í að saga niður frampartana og pakka bjúgum.

 
Kjötsögin úr Verkfærasölunni virkar vel eftir að Nonni sauð styrkingar á hálsinn og keypti í hana breiðara sagarblað.

Um kvöldið voru elduð bjúgun sem við gerðum um síðustu helgi og Gummi hafði reykt í vikunni og þau smökkuðust svona líka ljómandi vel.


Bjúgun voru reykt í samtals einn sólarhring - hér er reykkofinn á Vindási

Við rifum síðan undan restinni af hestunum seinnipart á sunnudeginum 

Holla við Abel og Þruma fylgist með


Comments