6. mars 2011

posted Mar 6, 2011, 12:32 PM by Jón Pétursson
Á föstudagskvöld fóru Nonni og Gulli fóru á fund í hitaveitufélaginu hjá Guðmundi í Heysholti en Holla var á Lækjarbotnum hjá Nínu á meðan. Pétur renndi líka austur þessa helgi á benzanum og með í för var Jón Pétur félagi hans, fyrsta helgin í langan tíma sem Pétur er ekki að vinna.
Á laugardaginn unnum við aðeins í smíðum á svefnloftinu og Nonni lagaði vindmælinn sem brotnaði í rokinu um daginn, reynar er búið að vera ólag á netinu þessa viku þannig að upplýsingar úr veðurstöðinni koma ekki fram en Axel hjá Ábótanum sem sér um netið hjá okkur er að vinna í að laga loftnetið sem við erum tengd við. Í eftirmiðdaginn fórum við í 50 ára afmælisveislu til Nínu á Botnum, það var annars nóg að gera hjá þeim á laugardaginn en Hjalti frá Næfurholti var mættur og rúði megnið af kindunum. Um kvöldið fórum við á Vindás þar sem okkur var boðið í saltkjöt og baunir og Holla notaði aðstöðuna í kjallaranum og hakkaði ósköp af fiski og bjó til fiskibollur sem fara í frysti.
Á sunnudaginn var legið í leti fram á miðjan dag og svo rennt í bæinn.
 
Comments