Dagarnir eru fljótir að líða maður trúir ekki að það sé kominn miðvikudagur. Á Vindási er sauðburðurinn í fullum gangi og þegar komin um 100 lömb og þar af erum við erum búin að fá fjögur lömb undan þremur ám - þar af eru tveir gemsar Þórunn og Tóta með sín fyrstu lömb.
Þórunn með drottningarlambið og Tóta með sitt fyrsta lamb
Gullbrá með sín tvö lömb
Á Lækjabotnum eru lömb úr sæðingunum farin að skila sér og þar eru bornar 10 ær - allar úr sæðingunni.
Það kom skemmtilega á óvart að undan hvítri rollu sem valinn var á gæða sæðingahrúturinn At frá Hafrafellstungu (hvítur líka) komu skrautleg lömb, eitt hvítt og svo bæði svartflekkótt og morflekkótt krúnótt og sokkótt. Ef þau lifa er ekki spurning að þau verða á fjárlitasýningunni í haust. Svartflekkótt og morflekkótt lömb, bæði eru krúnótt og sokkótt og spurning hvort morflekkótti hrúturinn hægra megin á myndinni sé ekki arnhöfðóttur líka - allavega ansi "skrautótt" lömb!
Í dag héldum við svo áfram að moka út úr hlöðunni og fórum svo og flokkuðum um 1000 bleikjur með Guðlaugi og Nínu á Lækjarbotnum undir kvöldið.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >