Það var nóg að gera þessa helgi hjá okkur. Á föstudagskvöldinu fórum við á þorrablót Deloitte og komum við ekki austur fyrr en um miðnætti.
Á laugardaginn plötuklæddum við neðan á milliloftið í skemmunni og kíktum svo í Flagbjarnarholt á Þrumu, hún er öll að styrkjast og eflast og Hjörtur ánægður með hana. Við náðum engum góðum myndum af henni þar sem var grenjandi rigning og rok. Við stefnum á að taka hana upp á videó næst þegar við verðum á ferðinni,
Nonni náði þessari mynd af Kráksbörnum frá Hannesi í Haga sem eru í hesthúsinu í Flagbjarnarholti.
Hesturinn kúrði svo sætt hjá systir sinni - algjört kódak móment.
Við kíktum í Heysholt til Lóu sem var ein heima. Nonni tók nokkrar myndir af Zetornum sem Guðmundur er búinn að gefa honum til uppgerðar.
Zetor 4911 er nokkuð heillegur og á eftir að verða flottur á ný
Sunnudagurinn fór í flokkun á bleykju með Guðlaugi, Nínu og Sigga í gömlu fiskeldisstöðinn við Lækjarbotna - það var ansi kalt á okkur rok, frost og slydda. Eftir flokkunina og kaffisopa renndum við í bæinn. Við höfum sjaldan verið eins lengi á leiðinn eða tæpa þrjá tíma enda rok, skafrenningur svo sá ekki á milli stika, fjúgandi hálka og umferðin fór ekki yfir 30 km á klst.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >