5. desember 2010

posted Dec 5, 2010, 10:44 AM by Jón Pétursson
Við fórum í sveitina undir hádegi á laugardag en kvöldið áður var jólahlaðborð í vinnunni hjá Nonna. Það var haldið á veitingastaðnum Dill í Norrænahúsinu - ótrúlega góður og sérstakur matur t.d.ofnsteiktur hluti úr nautabeini og boraði maður merginn úr með skeið með allskonar sósum, humar bundinn á grenigreinar sem kveikt var í, síldarrétt með síldarís og rauðbeðumarens voru réttirnir alls 7 og allir í þessum dúr mjög skemmtilegt og órtúlega gott.
 
Nú er búið að taka hangikjötið úr pæklinum og kveika upp í reykkofanum þannig að ilminn leggur yfir Vindás - nú finnst manni að jólin séu að koma!
 
Reykkofinn og nýja eldstæðið sem Gummi smíðaði, nú dugir að kveikja upp einu sinni á sólarhring
 
Það var komið að því að klára benzann þessa helgi og lögðust feðgarnir Nonni og Pétur á eitt til þess að svo yrði og Tóti hjálpaði líka en Holla og Magga prjónuðu og prjónuðu.
 
Hér er græjan og allt klárt - ekki laust við að Pétur brosti hringinn þegar hann fór á honum í bæinn.
 
 
Comments