5. ágúst 2009

posted Aug 5, 2009, 3:08 AM by Jón Pétursson   [ updated Aug 5, 2009, 4:03 AM ]
Þá er verslunarmannahelgin að baki og var hún að mestu með hefðbundnu sniði hjá okkur. Við fengum nágranna okkar frá Vindási, Heysholti, Lækjarbotnum og Hrólfsstaðahelli í grill til okkar og svo var brenna á eftir og setið og spjallað eitthvað fram á nótt. Á brennuna mættu einnig Grétar nágranni okkar með sitt lið og Teitur Ingi kom ofan úr Vörðum með vini sína.
 
Krökkunum þótti mest spennandi að grilla sykurpúða á brennunni þó að hún væri full heit til þess þegar loks náði að kveikja vel upp í henni.
 
 
í hlýjunni frá brennunni eru Guðmundur, Grétar, Guðlaugur og Bragi og Anna í baksýn - á hinni myndinni eru Nína, Anna, Lóa og Magga 
 
Holla og Fanney lögðu af stað í hestaferð með fólkinu í Hróflsstaðahelli í gær og var riðið niður að Bjólu í Þykkvabæ í fyrsta áfanga, í dag verðu svo haldið áfram og riðið að Grímsstöðum í Landeyjum þar sem Guðlaugur bróðir Eiðs býr. Þaðan verður riðið inn í Fljótshlíð og svo upp á hálendið og þar hring niður í Hrólfsstaðahelli aftur.  Ferðin tekur fimm daga og ætla þær mæðgur að vera allavega með þrjá fyrstu dagana.
 
Farið var frá Hrólfsstaðahelli niður Árbæjarveg og áð við Neðra-Sel, Árbæjarhjálegu og Ægissíðu. Þetta er stór hópur um 80 hross í rekstri og 10-15 reiðmenn.
 
Nonni fór til Guðmundar í Heysholti í síðustu viku til að hirða með honum heyrúllur og lenti í því að það sprakk afturdekk á stóra John Deere á leiðinni þangað, spurning hvort einhver álög séu á þeim því að síðast þegar hann fór með dýrið þangað brotnaði afturrúðan þegar tökubásinn rakst í hana. Reynar voru engin vandræði þegar hann fór í Heysholt og rúllaði heyinu um daginn svo að líklega er þetta tilfallandi...
Nonni fór líka á mánudaginn og rúllaði rúmlega 40 rúllum fyrir Guðlaug á Lækjarbotnum og gekk það alveg vandræðalaust.
 
Hrútarnir á Vindási höfðu það náðugt en þetta gæti orðið ójafn slagur ef sá stóri tæki á móti
 
 
 
Comments