VIð komum við hjá Hirti tamningamanni í Flagbjarnarholti á leiðinni austur á föstudagskvöldið, hann er að fara á Hóla þannig að við þurftum að taka Þrumu um helgina. Stefnan var að setja hana næst í hendur Gumma Björgvins á Ingólfshvoli og kom hann á föstudaginn og skoðaði hana með öðrum hrossum sem Hjörtur var að senda til hans. Gummi reyndist svo þegar allt kom til alls ekki hafa pláss fyrir hana þannig að við settum okkur í samband við Sigga Sig í Þjóðólfshaga og mæltum okkur mót við hann við Rangárhöllina á Hellu á sunnudaginn þar sem hann prófaði dömuna og leist svona vel á og ákvað að taka hana strax að sér. Siggi var með pabba hennar Spóa frá Hrólfsstaðahelli fyrir Eið á sínum tíma þannig að hann kannast við kynið.
 Siggi Sig og Spói frá Hrólfsstaðahelli (mynd fengin að ´"láni" af vef siggisig.is)
Á laugardaginn fórum við í skemmuna og kláruðum að klæða neðan á milliloftið. Að vanda fylltist skemman af kindum í leit að nammi þegar við vorum mætt á svæðið.
Hér eru systurnar Sníkja og Bletta að fá hestakúlur við skemmuna
Á laugardagskvöldið hélt karlakór Rangæinga heljarmikla hrossakjötsveislu í Gunnarshólma í Landeyjum. Nonni og Bragi skelltu sér þangað og skemmtu sér vel og ekki klikkaði saltkjötið, Holla, Magga, Gummi, Stína og stelpurnar hennar höfðu það kósí á Vindási á meðan. Eftir að hafa skilið Þrumu eftir hjá Sigga við Rangárhöllina á sunnudaginn fórum við með kerruna upp í Mið-Setberg. Svo tókum við rúllu með okkur í bæinn og fórum beint upp í hesthús á Kjóavöllum til að sinna hestunum.
|