4. júní 2012

posted Jun 4, 2012, 4:14 PM by Jón Pétursson   [ updated Jun 5, 2012, 3:20 AM ]
Rakel kom með okkur austur á föstudaginn þar sem Árni var að klára sveinsprófið í húsasmíði og var partý hjá þeim um kvöldið - innilega til hamingju Árni! 
Við fengum folald undan Kóral frá Lækjarbotnum á fimmtudaginn þegar Kerra kastaði myndar brúnum fola.  Nú vantar nafn á folann og allar tillögur eru vel þegnar.

Algjör sperrileggur! 

Ekki var frúin sátt þegar hún fór í hagann til að kíkja á gripinn á föstudagskvöldinu, tungan hékk út úr munnvikinu hægra megin og virtist hann ekki geta sogið almennilega. Við smöluðum hestunum heim tókum Kerru frá með folaldið og hringdum í dýralækni og hann ráðlagði að við settum í folaldið Selen og hefðum merina sér í hólfi og fylgdumst með að folaldið fóðraðist. 

Hér er kappinn með tunguna úti og ekki vantar fótalyftuna - hann fékk fljótlega viðurnefnið Ulli - spurning hvort það festist á hann?

Við vöktuðum þau alla helgina þetta virtist vera á réttri leið á sunnudaginn rétt tungubroddurinn eftir úti og honum virðist ganga betur að sjúga er allur orðin sprækari tók á smá leik fyrir okkur hoppaði og skoppaði í góða veðrinu. 

Á Laugardaginn komu svo Árni og Guðrún austur og einnig Anna og Þór pabbi Hollu og við fórum með þau hring í sveitinni eftir að hafa fengið okkur kaffi og heimabakað með. Veðrið getur ekki verið betra en þessa helgina sól og fór hitinn hæst í 24,2° á laugardeginum algjör steik og logn sem er ekki algengt á upplandinu.  Við fórum niður í Neðra-Sel til að sækja Þrumu en hún átti að fara í frí fram yfir landsmót, þegar við mættum á staðinn var Jói búinn að skipta um skoðun og vill ólmur halda áfram með hana og sýna í fullnaðardóm á síðsumarssýningu. Hann ætlar reyndar að hvíla hana yfir landsmót. 

Holla og Þruma í blíðunni í Neðra-Seli

Um kvöldið grilluðum við humar og steik snilldar matur hjá frúnni að vanda. 
Ágústa og Einar vinir Árna og Guðrúnar komu á sunnudaginn og fórum við annan hring með þau og tveggja ára son þeirra og skoðuðum lömbin og hestana og krakkarnir renndu síðan í ána komu til baka alsæl með 3 fiska.
 
Elding kom eins og venjulega á harða stökki úr haganum þegar við komum að hestagerðinu og fékk klapp frá Rakel

Nonni dundaði áfram að dytta að gröfunni í skemmunni um helgina og smurði svo litla John Deere, hreinsaði og málaði sláttuvélina að neðanverðu, brýndi hnífana og sló svo bæði á garðinn Vindási og flatirnar hjá okkur. 

Sláttuvélin orðin eins og ný og á hinni myndinni er flötin nýslegin

Nonni fékk heimsókn í skemmuna þegar tófa kom skokkandi á milli lambanna við fjárhúsið og hvarf svo áleiðis upp að Vindási.

Tófan var ekki stressuð og stillti sér upp fyrir myndatökuna

Það var fúlt að fara úr blíðunni í bústaðnum í bæinn seint á sunnudagskvöldinu. Við komum við á Lækjarbotnum og tókum með bleikju fyrir Gunna Má og Kollu á Votumýri en Gunni og Ellen voru að keppa í Andvara um helgina og Ellen er komin inn á Landsmót með Lyftingu og óskum við fjölskyldunni innilega til hamingju með þær stöllur.

Comments