Tökubásinn var prufaður í dag þegar við fórum yfir í Heysholt og hjálpuðum Guðmundi og Lóu að gefa folöldunum, sem ekki hafði tekist að meðhöndla með góðu, ormalyf og klippa hófa.
Básinn kom bara nokkuð vel út og með smá betrumbót verður hann fullkominn!
Guðmundur og Lóa eru ánægð með tökubásinn Tækifærið notað og afturhófarnir á Mekki snyrtir
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >