4. apríl 2011

posted Apr 4, 2011, 3:25 PM by Jón Pétursson
Þessi helgi var á rólegu nótunum, við renndum austur á föstudagskvöldinu og komum við á Vindási og skoðuðum helgarplanið en Vindásbændur höfðu í nógu að snúast um helgina, bæði skírn og ferming í bænum og við tókum að okkur að sjá um búskapinn á meðan. Við tókum laugardaginn snemma og kíktum í fjárhúsið, löguðum heyið í grindunum og kíktum yfir hópinn.  Um hádegið fórum við í Heysholt og Nonni sauð styrkingar á annan hliðstaurinn en hann var að detta i sundur af ryði. Svo var kúrt fram á seinnipart, Nonni las vinnugögn og Holla slakaði á. Seinnipart laugardags fóru við ásamt Guðlaugi og Jónínu í bíltúr undir fjöllin, Viðar í Ásólfsskála var að opna Dótakassann sinn sem er um 200 m2 skemma og bauð öllum sem koma vildu að skoða, mjög gaman að sjá uppgerða traktora og bíla sem hann hefur dundað við síðustu árin.
 
Það var margt fólk að skoða dótakassann hans Viðars, flott aðstaða og glæslilegar veitingar
 
Á bakaleiðinni komum við við á Fornusöndum og kíktum á nýja skemmu sem Finnbogi Geirsson og bræður hans eru að byggja. Ekki var neinn heima en skemman stóð opin þannig að við stálumst til að kíkja inn, glæsilegt hjá þeim bræðrum eins og von var á.
 
Skemman á Fornusöndum er límtréskemma með yleiningum frá Flúðum, húsið er um 500 m2 og skiptist í hesthús og reiðaðstöðu í ca helming
 
Ekki var hægt að fara á kvöldmatartíma í gegnum Hellu án þess að koma við í Árhúsum og fá sér í gogginn.
Á sunnudagurinn fórum við í Helli með þá Garp og Lúkas og fengum Eið til að járna þá.  Á meðan dundaði Nonni ásamt Gulla bróður Eiðs og Bjarka í 135 Massa sem Bjarki er að gera upp.  Eiður brá sér svo á bak Eldingu, hún er að koma með yfirferð á töltinu en er að sýna litla framför þannig að við tókum ákvörðun um að gefa henni frí frá og með næstu helgi og tekur Eiður Herborgu í staðinn í trimm fram á sumar.
Seinnipart sunnudagsins notuðum við í að gefa rúllur fyrir rollurnar og hrossin og tókum svo Garp og Lúkasi á kerru og hey á pallinn og renndum í bæinn. Loksins komnir hestar í bæinn!
 
 
Comments