3. maí 2013

posted May 3, 2013, 2:19 AM by Jón Pétursson   [ updated May 3, 2013, 2:25 AM ]
Á laugardaginn hélt Nonni áfram að vinna í skemmunni og nú lagði hann m.a. hitalögn í vinnuaðstöðuna en Holla prjónaði í bústaðnum.
Við fórum á ræktunarsýninguna í Ölfushöll á laugardagskvöldinu ásamt Guðlaugi og Jónínu - ekki var sú ferð ekki til að auðvelda val á stóðhesti fyrir sumarið. Flottar sýningar þeirra ræktunarbúa sem komu fram sem voru í alla staði til fyrirmyndar. 
Á sunnudag lögðum við rafmagn úr skemmunni yfir í fjárhúsið og settum upp ljós, rofa og tengla sem kemur sér vel fyrir sauðburðinn.  Planið er að loka kindurnar sem vanalega hafa verið lausar úti á túni í sauðburðinnum inni í fjárhúsinu til að spara keyrslu og eltingaleik um öll tún þetta vorið.
Við fórum svo í bæinn seinni partinn á sunnudeginum með smá viðkomu í kaffi á Lækjarbotnum.

Comments