Helgin 15-16 nóvember.
Við fórum við í bíltúr á Selfoss á laugardeginum, Hollu vantaði smávegis dót í Þingborg og á bakaleiðinni kíktum við í kaffi á Skinnhúfu til Maju og Palla.
Nonni varð heillaður af skemmunni þeirra og alltaf draumurinn að koma svona upp hjá okkur.
Við kíktum svo við á Lækjarbotnum en þau voru að steypa í flórana í gamla fjósgólfinu en fjósið á að nota sem aðstöðu fyrir ýmis konar föndur og viðgerðir.
Steypan hrærð upp á gamla mátann
Helgin 21. - 23. nóvember.
Við fórum í að saga og pakka kjötinu, úrbeinuðum rollur sem eiga að fara í kjötfars og bjúgu og Holla og Magga bökuðu flatkökur.
Lúlli og Linda voru erlendis þessa helgi og fékk Freyja litla að koma með okkur í sveitina, henni fannst ekkert leiðinlegt að skottast með okkur í fjárhúsið og beið stillt meðan við flokkuðum féð fyrir tilhleypingar.
Holla og Freyja
Helgin 28. - 30. nóvember.
Holla eyddi laugardeginum í að undirbúa aðventuhátíðina á Laugalandi þar sem spunakonurnar voru með bás, hún kláraði að spinna og koma bandi í söluumbúðir.
Nonni er að undirbúa að steypa restina af gólfinu í skemmunni, hann skóf fyrst gróflega ofan af gólfinu með gröfunni og fínsléttaði svo með massanum.
Á sunnudeginum var svo aðventuhátíðin sem var heldur verr sótt og oft áður sennilega vegna þess hve veðrið var leiðinlegt - ekki gaf einu sinni veður til að hægt væri að kveikja á jólatrénu.
Básinn hjá spunakonunum
Helgin 5. - 8. desember
Mikið er búið að spinna á Brúarlundi og var Holla svo heppin að fá tvö reifi af feldfé til að spreyta sig á. Það er nokkuð ljóst að ull er ekki bara ull - þetta er eins og allt annað efni.
Eitthvað hefur verið dundað í tiltekt í bústaðnum og sett upp smá jólaskraut.
Nonni er m.a. búinn að smyrja og gera vélarnar klárar fyrir veturinn og ganga frá í skemmunni en útlit er fyrir að ekki náist að steypa gólfið fyrr en frostinu linnir en annars hefur hann verið að vinna í pappírsvinnu í bústaðnum flestar helgar.
Helgin 12-14. desember.
Það var allt á kafi í snjó og við þurftum að moka okkur í og úr bústaðnum eins og reyndar flestar helgar í desember.
Það safnast alltaf snjór í lægðina fyrir innan hliðið
Við fórum með tvær kindur til
Sillu og Guðmundar Hárlaugsstöðum aðra mórauða og hina móbotnótta undir mórauðan hrút frá Palla á Fossi.
Hrúturinn var voða skotinn í móbotnóttu gimbrinni sem ekki var alveg tilkippileg,
Svo fórum við með og tvær gráar undir gráan hrút sem er hálfur feldhrútur til Önnu og Eiðs í Hrólfstaðahelli. Önnur þeirra er Inda sem við fengum hjá Indriða á Skjaldfönn.
Við rákum hrossin úr suðurhaganum yfir í norðurhagann og inn í fjárhús og svo kom dýralæknir á þriðjudeginum og gaf þeim lúsa- og ormasprautu
Holla hefur verið að dunda við að flétta ennisólar, tauma og ólar á múla.
Við fengum lánaðar fyrirsætur hjá Gunna og Kollu þar sem við erum ekki komin með hross á hús
Helgina fyrir jól skruppum við í bíltúr með pakka á sveitungana og sóttum hangikjöt sem Eiður reykti fyrir okkur.
Milli jóla og nýárs fórum við í smá bíltúr aðeins að fá sveitaloft í lungun og hvíla okkur eftir átið og eldamennskuna.