Síðustu helgi var nóg að gera. Á föstudagskvöldinu komum við við á Lækjarbotnum og plönuðum helgina og fórum svo í bústaðinn. Við fórum snemma af stað á laugardaginn og renndum út í skemmu og Nonni tók startarann úr 3000 Fordinum og reyndi að snúa vélinni en það ekki gekk. Þá er ekki annað eftir en að rífa vélina í sundur, líklega eru stimplarnir fastir. Á meðan Nonni dundaði í Fordnum var Holla að dúllast með kindunum og hestunum.
Eftir hádegi var stefnan tekin í Ölfushöll á stórafmæli mikils höfðingja en Orri frá Þúfu verður 25 vetra í vor. Á leiðinni komum við í Króki í Ölfusi hjá Jóni og keypum við glussatjakk úr gröfu sem hann var að rífa, hann á að nota í leynivopn sem .
Nonni er að smíða og nota á vor. Við mættum snemma að okkur fannst í höllina en þá var allt að verða fullt en fengum samt ágætis sæti svo byrjaði fjörið og glæsilegri sýnigu höfum við aldrei séð - hver stóðhesturinn á fætur öðrum og glæsilegir afkvæmahópar.
Höfðinginn Orri frá Þúfu ásamt Sveini frá Sauðárkróki og Indriða í Þúfu sem standa á bakvið ræktun Orra
Eftir sýningunq komum við við á Vindási í smá spjall var tókum saman hvað við þurfum af plasti og neti fyrir sumarið og næsta helgi var plönuð en þá verður bæði skírn og ferming í fjölskyldunni á Vindási í bænum og við ætlum að líta til með bústofninum á meðan.
Á sunnudaginn fórum við inn í Laugar að flokka bleikju með Guðlaugi, Jónínu og Sigga og flokkuðum við um 15 þúsund bleikjur úr tveim körum en planið var að ná 5000 stk ofanaf og tókst það áægtlega - svo verður kílt í hana fóðri svo hún verði tilbúin til slátrunar í byjun sumars.
Ekki laust við að við værum lúin þegar við renndum í bæinn seinnipartinn á sunnudaginn.
|