31. janúar 2013

posted Jan 31, 2013, 3:57 PM by Jón Pétursson   [ updated Feb 1, 2013, 3:16 AM ]
Við vorum í bænum helgina 18-20 þar sem Guðrún Þóra var að útskrifast úr frumgreinadeild HR.
Stelpan stóð sig með prýði og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.

Árni, Rakel og Guðrún lukkuleg með árangurinn

Um síðustu helgi var haldið þorrablót Landmanna á Brúarlundi, í skemmtinefnd að þessu sinni voru bæirnir við Árbæjarveg.
Mikið fjör að vanda skemmtiatriðin frábær (nema skotin á Nonna að sjálfsögðu) og dansað fram undir morgun.
Sunnudagurinn var tekinn rólega enda bálhvasst og kalt, Nonni þurfti að lesa dómsmál og Holla prjónað - bara kósí.

Comments