31. janúar 2009

posted Jan 31, 2009, 4:30 PM by Jón Pétursson   [ updated Feb 1, 2009, 2:43 AM ]
Í dag fórum við á sölusýningu í Hestheimum, meðal hrossa sem sýnd voru þar var hann Abel frá Lækjarbotnum okkar. Við fórum með hann til Hallgríms í Arabæ fyrir nokkrum mánuðum og báðum hann að koma honum í form og selja hann - Hallgrímur setur 1 mkr á gripinn.
 

Abel frá Lækjarbotnum

 
Síðastliðna rúma viku höfum við verið að spekja og þjálfa trippin Loga og Eldingu sem bæði eru á fjórða vetri og þar hefur gengið á ýmsu. Elding er mjög fljót til, enda nokkuð ör og kjörkuð og því fljót að læra. Heldur gengur hægar með Loga sem er mun kjarklausari og því hræddur við allt sem honum er boðið - enda fór það svo að bóndinn fékk ókeypis skíðaferð hangandi í taumnum á eftir honum niður götuna á milli hesthúsanna þegar hann fældist snjóruðningstæki sem brunaði hjá.