30. nóvember 2008

posted Dec 20, 2008, 2:36 PM by Jón Pétursson   [ updated Dec 24, 2008, 2:49 PM ]
Helgin fór að mestu í kindastúss, á laugardeginum völdum við sjö kindur til að sæða og fórum með þær til Guðlaugs á Lækjabotnum þar sem við svo töppuðum þær og svo hjálpuðum við honum að smala Tjörvastaðaheiðina og Heysholtshraunið. Þar virkaði fjórhjólið vel en djö... var kalt maður!
 
Á sunnudeginum fórum við svo á aðventumarkaðinn á Laugarlandi og keyptum eitthvað af handverki í jólagjafir.
 
Hangikjötið er komið í reyk í nýja reykkofanum á Vindási, það verður spennandi að sjá hvernig það verkast.
Hér er mynd af reykkofanum á leið á staðinn þar sem Bragi bóndi gróf hann inn í hólinn austan við bæinn
Stóra Dýrið var tregt í gang í frostinu þegar setja átti rúllu á pallinn á pikkanum til að fara með í hestúsið til Kötlu og Óskars
- en þá er gott að eiga Massa litla bróður að til að fá straum