30. maí 2012

posted May 30, 2012, 4:22 PM by Jón Pétursson
Síðasta vika var allt of fljót að líða - fríið búið í bili. Nóg var að snúast eins og hinar tvær vikurnar og sauðburður í fullum gangi og nú eru bara nokkrar kindur óbornar. Nonni kom austur á fimmtudagskvöldinu og á föstudeginum var aðeins slappað af. Við renndum í kaffi á Lækjarbotna þaðan í Helli skruppum aðeins á Hellu og fengum okkur síðan bíltúr Hagahringinn í bakaleiðinni. 
Á laugardaginn var áframhaldandi sauðburður og við renndum með stóra dýrið á Lækjarbotna, Guðlaugur var að bera á en traktorsgrafan klikkaði svo hann vantaði traktor til að hífa áburðinn í dreifarann. 
Á sunnudaginn fórum við með hálmrúllur niður í Helli sem Holla var búin að kaupa fyrir sauðburðinn en voru ekki notaðar, við tókum Herborgu út hjá Eið hún er í gangsetningu og að koma til en aðeins farin að binda sig - vonandi nær hún jafnvægi fljótlega. 

Eiður og Herborg frá Lækjarbotnum

Seinnipartinn flokkuðum við eitt kar af bleikju með Jónínu, Guðlaugi, Sigga og Tóta og m kvöldið var okkur boðið í grillveislu hjá þeim. 
Gísli Braga og Stína á Vindási komu með börnin sín að kíkja á lömbin og njóta blíðunnar í sveitinni.

 
Nóg að gera hjá afa og smáfólkinu, Jói er greinilega efni bónda slíkur var áhuginn á kindum og traktorum

Á mánudaginn fór Nonni í að klára að laga glussatjakkinn á gröfunni og setti ný aðalljós á hana en Holla dundaði með Möggu aðallega í sólbaði og fjáreftirliti.
Seinniparturinn fór í að ganga frá í bústaðnum elda góðan mat og renndum við í bæinn undir miðnætti - ekki sátt við að fara úr blíðunni.

Á miðvikudag fór Jói í Neðra-Seli með Þrumu okkar í byggingardóm á Hellu. Hún er á fjórða vetri undan Spóa frá Hrólfsstaðahelli og gömlu merinni henni Bibbu frá Vindási. Þruma fékk þessa fínu einkunn 7,94 og kemst vonandi yfir áttuna í fyrstu verðlaun þegar hún þroskast meira og taglið vex á hana að nýju en hún hafði náð að rífa það af sér í vor. Hér fyrir neðan er dómurinn:

Þruma frá Mið-Setbergi

Sýnandi: Jóhann Kristinn Ragnarsson
Mál (cm):141 137 63 145 28 18.5 
Hófa mál:V.fr. 8,0 V.a. 9,2 

Sköpulag: 7,94

Höfuð: 7,5
4) Bein neflína 6) Fínleg eyru K) Slök eyrnastaða 

Háls/herðar/bógar: 8,0
6) Skásettir bógar 

Bak og lend: 8,0
8) Góð baklína 

Samræmi: 8,0

Fótagerð: 8,0
4) Öflugar sinar 

Réttleiki: 8,0
Afturfætur: D) Vindur 

Hófar: 8,0
2) Sléttir 3) Efnisþykkir 

Prúðleiki: 7,5

Comments