30. apríl 2009

posted Apr 29, 2009, 3:51 PM by Jón Pétursson
Helgin fór að mestu í tiltekt í vélaskemmunni og að moka út úr henni heyrestum og mold, svo keyrðum við inn nokkrar skóflur af vikri og dreyfðum ofan á moldina - við keyrum svo meiri vikri inn um næstu helgi.
 
Nonni og dýrið moka út úr fjárhúshlöðunni
 
Við fórum einnig um helgina niður á Lækjarbotna og hjálpuðum við að breyta innréttingunum í hesthúsinu þannig að það nýtist betur með reiðhöllinni, einnig fjölgar plássunum og síðustu básunum er breytt í stíur.