30. ágúst 2012

posted Aug 30, 2012, 5:00 PM by Jón Pétursson
Við fórum austur ásamt Árna á fimmtudagskvöldið því árlega Veiðivatnahelgin var framundan. Það var nóg að snúast í taka til bátinn og netinn og að pakka í bílana. 
Við lögðum af stað um hádegi á föstudag ásamt Möggu, Kristrúnu og Ara - það var hamagangur að koma netunum út þar sem allur mannskapurinn var ekki mættur á svæðið en seinnipartinn komu svo Guðrún, Fanney og Sindri. 

Guðrún mætt á svæðið og á hinni myndinni eru systurnar Fanney og Guðrún

Á laugardagsmorgun mætti Stebbi á svæðið fyrir vitjun það var bros á öllum andlitum þegar við drógum upp lögnina í Litlasjó 21 vænir alveg upp í 8 pund, sæmileg veiði í hinum lögnunum sem voru í Snjóölduvatni en reyndar sveik Ónýtavatn okkur algjörlega þetta árið nema þaðan kom einn sem var tæp 8 pund

Nonni blóðgar væna urrðiða úr Litlasjó

Fannar hennar Möggu kom seinnipart á laugardeginum flottur hópur og samhentur, aðgerðin var ekkert mál og var bæði flakað og hreinsað við aðgerðarborðið. Á laugadagskvöld var að venju grillaður silungur með nýuppteknum kartöflum úr sveitinni - nammi namm!

Holla flakar af mikilli list og á hinni myndinni eru Magga og Fanney að snyrta flökin

.  
Stebbi og Árni pósa inn við Grænavatn

Við enduðum með 138 fiska meðalþyngd tæp 3 pund - ekki slæmt. Eftir að komið var til baka í sveitina seinnipart á sunnudag og búið var að skipta aflanum fór Holla í að vakúmpakka fiskinum á Vindási og Nonni gekk frá græjunum - við komum svo í bæinn um miðnætti á sunnudeginum frekar lúin eftir helgina.

Comments