30. ágúst 2011

posted Aug 30, 2011, 3:43 PM by Jón Pétursson
Nú höfum við verið nógu duglega að færa í dagbókina en hér kemur það. Við fórum ekki austur fyrr en á laugardeginum 20. ágúst þar sem frúin var í smá aðgerð á föstudeginum.
Þá helgi notaði Nonni í að klára að grunna og byrjaði á að mála þakið á bústaðnum,  hann lenti reyndar í því að það hellirigndi ofan í allt á laugardag og hreinsaðist helmingur málningarinnar af þakinu en hann málað það svo aftur á sunnudaginn. Hann og fór líka í að gera við keðjuna í rúlluvélinni. Holla kúrði undir sæng í rólegheitum og prjónaði. Við fórum svo í bæinn á sunnudagskvöldinu þannig að þetta var stutt helgi.
Við fórum aftur austur á fimmtudaginn 25. og stóð til að Nonni rúllaði Völlinn á Vindási fyrir Eið en ekki vildi betur til en að rúlluvélin sleit keðjuna aftur á annarri rúllu eftir að festist í henni svo Valli var fenginn til að klára.
Helgina 26.-28. vorum við í Veiðivötnum ásamt Guðrúnu, Árna og Fanneyju - frábært veður og fínn afli.
 
Fögur er fjallasýnin
 
Guðrún og Árni voru að koma með okkur í fyrsta skipti og áttu ekki orð yfir fegurðinni á fjöllum. Það komu á land 85 fiskar flestir vænir og sá stærsti var 7 pund. Tveir náðust á stöng í Ónýtavatni, Holla veiddi 3p og Árni náði einum 4p.
 
Flottur Árni með 4 pundarann
 
Holla nýtti húsið vel í prjónaskap og kúrði meðan Nonni keyrði með krakkana á milli vatna bæði til að vitja í netin, veiða á stöng og í útsýnisferð upp í Hraunvötn. Krakkarnir fengu sér líka göngutúr inn að Hreysi Fjalla-Eyvindar og skoðuðu líka tröllið.
Við fórum svo niður í sveit eftir hádegið á sunnudag og gengum frá veiðidótinu og svo var farið í kjallarann á Vindási og flökin snyrt og vakúmpökkuð. Krakkarnir fóru í bæinn seinnipart en Holla og Nonni fóru um kvöldið.
 
Comments