2. júní 2010

posted Jun 2, 2010, 2:42 PM by Jón Pétursson   [ updated Jun 2, 2010, 3:32 PM ]
Á fimmtudagskvöldið fórum við upp á Skaga að kíkja á nýja hvolpinn okkar sem við erum að spá í að nefna Myrka, hún stækkar hratt og er svaka flott - við sækjum hana svo um næstu helgi þannig að það verður nóg að gera í uppeldinu á næstunni.
 
Sjáið bara hvað ég er sæt!
 
Við fórum svo með hrossin í sveitina á föstudagskvöldið og voru þau frelsinu fegin, mikil rassaköst og galsi.  Þau eru búin að vera síðustu fjórar vikur í veikindafríi í bænum en eitthvað kvef er samt í þeim enn.
 
Lúkas tók svaka sprett þegar honum var sleppt og á hinni myndinni eru strákarnir Garpur, Lúkas og Abel komnir í hestagirðinguna, gömlu merarnar fylgjast vel með hagamegin við girðinguna
 
Á laugardeginum komum við vatninu á hestagirðinguna og fórum svo og sóttum að því búnu Herborgu til Eiðs í Hrólfsstaðahelli þar sem hún átti að vera í tamningu en flensan eyðilagði það en hún er gjörsamlega búin að eyða allri hestamennsku þetta vorið. 
Nonni og Gummi fóru í að laga valtarann sem við smíðuðum í fyrra eftir að legurnar brotnuðu við samstuð við stóran stein í vikunni - þetta voru steyptar búkkalegur sem ekki þoldu hliðarátakið en að sjálfsögðu var systemið endurbætt þannig að það komi ekki fyrir aftur.
Guðrún, Sonja, Rakel og Klara komu á laugardeginum í sveitasæluna og fóru með Hollu fór í smá leiðangur, þær gáfu heimalningunum pela, skoðuðum Orra orystuhrút, renndu að Lækjarbotnum og skoðuðu þar eru hænur, kanínur, bleikjur, hunda, ketti og naut. Eftir bíltúrinn renndu dömurnar í ánna en ekki var stór aflinn þetta skiptið, einn smá tittur. Holla grillaði svo lambahrygg og nautasteik um kvöldið og rúlluðu saddar og sælar skvísur í bæinn eftir matinn.
Eftir matin fóru Holla, Nonni og Pétur að Vindási, Holla fór í að baka flatkökur með Möggu og Braga, en Nonni og Gummi boruðu út og snittuðu forskrúfuð göt undir Massanum sem ætluð eru fyrir bitann undir ámoksturstækin og Pétur fór aðeins í Bensann og gaf heimalningunum.
Sunnudagurinn var tekinn snemma í viðhald á reiðveginum með Landveginum, Holla og Nína löbbuðu veginn og týndu úr steina og Nonni og Gulli keyrðu í hann vikur og sléttuðu. Nonni fór síðan með Gulla niður í Lunansholt í áframhaldandi vegagerð fram eftir degi á meðan Holla slakaði á í bústaðnum. Þórhallur kom til Péturs og dyttuðu þeir eitthvað að Bensanum í sameiningu. Eftir matinn rúlluðum við í bæinn. Ótrúlegt hvað helgarnar eru fljótar að líða.
 
Comments