2. desember 2010

posted Dec 2, 2010, 4:15 AM by Jón Pétursson
Þessa helgina var nóg að gera, við komum við hjá Grétari dýralækni á leiðinni austur og sóttum hormónatappa í ærnar sem á að sæða en tapparnir samstilla þær svo hægt sé að sæða þær allar á ákveðnum degi. Síðan var komið við á Lækjarbotnum og fengin að láni græja til að koma töppunum fyrir.

Á laugardaginn fórum við og töppuðum 10 ær hjá Valla og Helgu í Flagveltu og töppuðum svo 30 ær á Vindási - nú er bara að leggjast yfir hrútaskránna og velja vel en sæðingardagur verðum um miðjan desember.
Eftir hádegið fór Nonni með Gumma í að koma fyrir nýju eldhólfi sem Gummi var að smíða við reykkofann og Holla bakaði 200 flatkökur með Möggu og Braga - þegar þessu var lokið fékk Pétur hjálp frá hjúunum í benzanum.

Sunnudagurinn fram á kvöld fór að mestu í benzann fyrir utan það að við kíktum á Laugarland eftir hádegið með Möggu á aðventuhátíðina sem er árlegur viðburður í sveitinni. Nú er kagginn bara að verða tilbúinn til að taka hann í bæinn.
Við komum svo við á Lækjarbotnum til að skila töppunargræjunni og fengum kaffisopa áður en að við renndum í bæinn.
 
Comments