2. desember 2008

posted Dec 20, 2008, 2:47 PM by Jón Pétursson   [ updated Dec 20, 2008, 2:48 PM ]
Holla fór á sæðinganámskeið á Stóra Ármóti við Selfoss í dag og nú sprenglærður sæðingameistari! Nú er bara spurning um hvaða hrúta maður fær á ærnar.
 
Við fórum svo á kynningarfund á Hellu sem haldinn var á vegum Rangárþings ytra þar sem kynnt var vinna við aðalskipulag hreppsins, það eru deildar meiningar um færslu á þjóðvegi 1 suður fyrir Rauðalæk og Lyngás og eins færslan á veginum yfir Þjórsá í gegnum land Vindáss og Minni-Valla.