2. ágúst 2011

posted Aug 2, 2011, 3:18 PM by Jón Pétursson   [ updated Aug 2, 2011, 4:19 PM ]
Nóg að gera þessa helgina eins og þær flestar hjá okkur hjúum. Fanney og Elfa komu með Hollu austur á föstudagskvöldinu en Nonni og Myrka voru farin fyrr um morguninn. Nonni hélt áfram að smíða á svefnloftinu á föstudeginum.
Á laugardeginum var smalað inn hóp af kindum og rúnar um 40 og nú er bara rétt annað eins eftir. Elfa og Fanney stóðu sig eins og hetjur og Stína og Trausti mættu líka.
 
Elfa stóð sig vel í rúningnum - á hinni myndinni eru vinkonurnar Aníta Eva og dekurkindin okkar hún Gulla
 
Seinnipartinn fór Nonni ásamt Gumma að hirða rúllurnar fyrir Guðmund og Lóu í Heysholti. Um kvöldið var svo hin árlega Verslunarmannahelgarbrenna hjá okkur, voru færri en oft áður enda veðrið leiðinlegt en Lækjarbotnar, Heysholt og Austvaðsholt komu í grillveisluna.
 
Hópurinn á brennunni - Elfa og Fanney grilla sykurpúða og Myrka horfir spennt á
 
Við flokkuðum úr einu bleikjukari með Guðlaugi, Sigga og Þórunni á sunnudaginn en kvöldið var tekið rólega. Á mánudaginn lónseraði Holla Abel og Nonni lónseraði Eldingu og Holla sellti sér í reiðtúr á Abel og gekk nú svona og svona en þetta var fyrsti reiðtúrinn á honum í langan tíma.
 
Holla og Abel hita upp í gerðinu
 
Holla fór svo í bæinn með stelpurnar á mánudagskvöldinu, vinna hjá henni þriðjudag en Nonni varð eftir fyrir austan.
 
Comments