29. mars 2010

posted Mar 29, 2010, 2:12 PM by Jón Pétursson
Við fórum ekki austur fyrr en undir hádegi á laugardag en Nonni og Pétur voru allt föstudagskvöldið að setja nýjan botn í jeppakerruna - reyndar notuðu þeir tækifærið og breikkuðu hana og breyttu þannig að hægt er að sturta henni og breyttu balansinum á henni þannig að hún er léttari á beislið.
Við tókum hrossin fjögur sem við erum með í bænum með okkur austur og fáum að hafa þau í hesthúsinu hjá Valla og Helgu fram yfir páska. Holla fór í nokkra stutta reiðtúra þrátt fyrir að það væri leiðindarok en þar kom reiðhöllin að góðum notum. Nonni tók Herborgu sem er á fjórða vetri í "Monty Roberts" meðferð í reiðhöllinni en náði ekki almennilegri tengingu við hana, en hún er nokkuð ör og mjög kjörkuð þannig að hún var ekki á því að gefa sig strax.  Holla fór svo í bæinn á sunnudagskvöld en hún þarf að mæta í vinnu í vikunni en Nonni og Pétur verða í sveitinni fram yfir páska.
Á mánudagsmorgun gerði Nonni aðra æfingu með Herborgu og nú gaf hún sig strax, það var eins og hún hefði hugsað málið og komist að niðurstöðu að réttast væri að viðurkenna að karlinn væri yfir hana settur. Hún var öll mikið sáttari og var til í að gera hvað sem er, Nonni setti á hana hnakkinn sem var ekkert mál og kenndi henni að víkja undan þrýstingi sem gekk líka vel - það verður gaman að halda áfram með hana ef allt gengur jafn vel og í dag.
Pétur er að vinna í bensanum og fékk Þórhall með sér í dag og Nonni hjálpaði svo líka.
 
Gosið í Fimmvörðuhálsi sé úr Landsveitinni, fyrir miðju er Þríhyrningur og strókurinn sést hægra megin
 
 
Comments