29. mars 2009

posted Mar 29, 2009, 2:06 PM by Jón Pétursson
Það var rennt  austur þessa helgi eins og aðrar, Holla fór í að vakúmpakka fiski og kjöti á laugardaginn og Nonni smíðað nýjar frambrettafestingar á stóra John Deerinn. Svo reyndum við að ná pestinni sem hefur verið að hrjá okkur alla vikuna úr okkur en það gekk reyndar ekki neitt. 
Sunnudagsmorguninn var fagur, allt hvítt yfir að líta en það hafði snjóað slatta kvöldið áður. Þá tók við stjórnarfundur í hitaveitufélaginu Dvergasteini sem við erum eigendur í og þegar honum lauk eftir hádegið renndum við í bæinn til móts við einhvern norðmann sem ætlaði að skoða Abel.  Við höfðum fengið Fanneyju til skola af hestinum um morguninn til að gera hann fínann fyrir sýninguna en þegar norðmaðurinn loks kom úr illviðrinu á norðurlandi undir kvöld kom í ljós að hann var að leita að hesti fyrir byrjendur enda nýbyrjaður í hestamennsku og hentaði Abel honum þar með engan veginn. Af Abel er það annars að frétta að við fengum strák úr Andvara sem heitir Ingvar til að koma við og þjálfa hann og semur þeim vel, norðmaðurinn kom reyndar á hans vegum.
 
Alaskavíðirinn hefur látið glepjast af hitanum undanfarið og var farinn að bruma þegar hretið kom