29. ágúst 2010

posted Aug 29, 2010, 3:24 PM by Jón Pétursson
Það var farið af stað seint á föstudagskvöldinu þar sem Sigga og Jan buðu fjölskyldunni í kveðjumat í Perluna.
Þegar austur var komið komum við við á Lækjarbotnum en Nína hafði farið til Ebbu í Hjallanesi og tínt rifsber í stórum stíl og fékk Holla eina fötu hjá henni eða um 4kg nú er bara að skella í pott og sulta.
Á laugardagsmorgun fórum við aftur að Lækjarbotnum þar sem við fórum með þeim að gefa skepnunum en þar hafa bæst við svín, kálfar, hænur, kornhænur, kanínur og svo eru egg í útungunarvélinni sem þarf að vatna og snúa. Þau verða í Veiðivötnum um næstu helgi og við höfum tekið að okkur að gefa skepnunum á meðan.
Eftir hádegið fóru Nonni og Gulli í að klára reiðveginn þannig að nú er hann tilbúinn til úttektar hjá Vegagerðinni. 
Holla fór að taka upp kartöflur og var hún á hnjánum allan daginn og fékk hjálp frá Myrku og svo Nonna en náði samt ekki að klára - þvílík uppskera það verður nóg til af kartöflum þetta árið.
 
Holla með hluta uppskerunnar og á hinni myndinni er hjálparhellan Myrka sem var dugleg að grafa upp kartöflurnar

Ein gæs lá í valnum þessa helgina en lítið flug var á laugardagskvöldinu og ekkert kom í færi.
Pétur var nokkuð röskur í Benzanum þessa helgi og er langt komin með að pússa hann niður. 
 
Búið að grunna bera járnið og verið að spartla

Fanney kom svo heim fá Englandi á sunnudeginum og var hún búin að panta mat ala mamma svo við fórum í snemma í bæinn.
 
 
Comments