Við fengum óvænta heimsókn á laugardagsmorguninn þegar stórbændurnir Bjarni og Gunna á Eiði í Kolgrafarfirði renndu í hlað, virkilega gaman að sjá þau eftir allt of mörg ár. Það voru ótrúlegar sögurnar sem þau sögðu af síldarævintýrinu þegar 30 þúsund tonn drápust í fjörunni hjá þeim og slaginum við kerfið í tengslum við það - hér eru nokkrar flottar myndir úr Kolgrafarfirði. ![]() Holla sýnir Bjarna og Gunnu hvar fyrirhugað lón Holtavirkjunarinnar á að koma Guðrún, Árni og Rakel voru hjá okkur um helgina við fórum á fornbílasýninguna á Selfossi á laugardaginn, þar var mikið af flottum bílum og margt fólk. Nonni var heppinn og keypti fjögur ný fjaðrahengsli í Willysinn á varahlutamarkaðinum fyrir lítið. ![]() ![]() Árni, Rakel, Guðrún og Holla við nokkra flotta kagga - á hinni myndinni er einn sem var sprautaður á verkstæðinu þar sem Tóti á Lækjarbotnum vinnur - ekkert smá flottur! Á laugardagskvöldinu renndu krakkarnir í ána og komu alsæl með þrjá fína fiska til baka. ![]() Rakel fékk að sjálfsögðu stærsta fiskinn rúm tvö pund Á sunnudeginum hellulögðu Árni og Nonni meira í skemmunni en Holla, Guðrún og Rakel sápuþvoðu og skrúbbuðu öskudrulluna af pallinum í sól og blíðu og seinni partinn bar Nonni á hann. Við stoppuðum við á Lækjarbotnum á heimleiðinni og kipptum með fiski fyrir þau í Hörpuna og tókum tjaldvagninn með í bæinn. |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >