27. júlí 2011

posted Jul 27, 2011, 9:57 AM by Jón Pétursson
Við héldum áfram með smíðar á svefnloftinu þessa helgi. Laugardagsmorguninn var tekinn snemma og smalað heim hópi af fé úr suðurhaganum til rúnings, Sverrir og Villý voru á svæðinu ásamt börnum og var mikið fjör í fjárhúsinu. Okkur taldist til að við hefðum rúið um 40 stk í þessari porsjón - þá ætti að vera búið að rýja um helming af fénu.  Um miðjan dag héldum við áfram með smíðar á svefnloftinu og nú á að klára fráganginn á glugganum og hurðinni uppi ásamt smá tiltekt. Seinnipart kom svo Eiður í Helli og tálgaði til hófana á reiðhrossunum en ekki var slegið undir skeifum þar sem að eitthvað vantaði af skeifum þannig að hann ákvað að koma aftur á sunnudagsmorgninum og klára að reka undir.
 
Eiður klippti líka hófana á Þrumu en hún var með stig á framfæti sem er bara að verða gott
 
Um kvöldið renndum við á Vindás og frúin grillaði svínahnakkasneiðar ofan í mannskapinn og banana með súkkulaði í desert.
Eftir að Eiður var búinn að járna á sunnudeginum var farið að hellirigna þannig að við fórum aftur í kotið og héldum áfram smíðavinnunni fram á kvöld og svefnloftið og nú er allt að verða nokkuð snyrtilegt - bara eftir að setja upp gadínur og gólflista.
Við fórum með seint í bæinn með viðkomu og kaffisopa á Lækjarbotnum.
 
Comments