27. apríl 2013

posted Apr 27, 2013, 5:37 AM by Jón Pétursson
Fyrsta lambið á Vindási kom á mánudaginn í síðustu viku daginn eftir að við bólusettum féð - það er nærri 3 vikum of snemmt miðað við hvenær hleypt var til.
Þetta er gemsalamb en samt fullburða og sprækt, nokkuð ljóst að frjálsar ástir hafa átt sér stað á bak við tjöldin fyrir tilhleypingar...  

Holla var ekki í rónni fyrr en hún var aðeins búin að fá að knúsa gimbrina

Á laugardeginum fór Nonni í skemmuna og setti ma upp vinnuborð og Holla tók törn í tiltekt í bústaðnum, Jónína og Guðlaugur komu svo og borðuðu með okkur um kvöldið. 
Við settum fullorðinsmerkin í gemsana á sunnudeginum ásamt Möggu, Braga og Gumma. Tókum smá síestu fyrir fragang á bústaðnum, helgarnar mættu vera degi lengri. 
 
Comments