26. september 2012

posted Sep 26, 2012, 3:02 PM by Jón Pétursson
 Við fórum austur á miðvikudagskvöldinu og í Landréttir á fimmtudag. Við fórum með hestakerruna og keyrðum fé heim fyrir Guðlaug og Nínu eins og síðustu ár. Það var margt um manninn æðislegt veður og frábær kjötsúpa hjá kvenfélagskonum sveitarinnar.

Féð kemur bara vænt af fjalli

 
Botnaliðið við dilkinn sinn

Holla kláraði að prjóna peysu á karlinn um helgina nú á hann lopapeysu með John Deere traktorum.

 
Hér er Holla komin í peysuna - aðeins of stór á hana en kemur bara svona fínt út

Við ákváðum að lengja helgina og vorum í fríi á föstudeginum, við tókum hann rólega enda rok og rigning - við skruppum aðeins á Hellu og þar sem Bragi bóndi átti afmæli keyptum handa honum smá gjöf. 
Notuðum ferðina og tókum hring niður í Ásahrepp og kíktum á nokkrar spildur sem eru til sölu.

Hrafnhildur Erla dóttir Stínu og Trausta var skýrð á sunnudeginum og fór partur af helginni í að útbúa veitingar fyrir veisluna og skreyta salinn á Brúarlundi. . 

Veislan heppnaðist mjög vel og salurinn ljómandi fallegur

Seinniparturinn fór í frágang á Brúarlundi og í bústaðnum og svo var bara að koma sér í bæinn.

Comments