26. maí 2009

posted May 26, 2009, 10:32 AM by Jón Pétursson
Við fórum í gærkvöld upp í Víðidal og kíktum á hvernig Valda gengur með Abel, hann er bara að komast í nokkuð flott snitti hjá karlinum. Höfuðburðurinn er mikið betri en í vetur og töltið og brokkið hreinna en vantar aðeins upp á að ganga betur undir sig að aftan og nota meira mótorinn (afturfæturna) á töltinu og þá kemur meiri fótalyfta líka.

Abel frá Lækjarbotnum í maí 2009

Comments