Við tókum langa helgi núna, komum austur á miðvikudagskvöld og vorum fram á sunnudag. Holla byrjaði á að skella sér í reiðtúr með Þórunni á Botnum til að æfa fyrir reiðtímana hjá Svanhildi í Holtsmúla sem þær voru búnar að plana yfir helgina en Garpur og Lúkas hafa fengið að búa á Lækjarbotnum á meðan við skruppum í bæinn til að vinna.
Sauðburðurinn er svo til búinn og hefur gengið vel hjá okkur, allar ærnar eru tvílembdar og gemsarnir þrír eru einlembdir og svo fengum við í vikunnu rosa flotta svartflekkótta gimbur sem er baugótt og varalituð eins og trúður, systir hennar er svört með hvíta stjörnu
Svartflekkótt, baugótt og svartvaralitótt gimbur...eða eitthvað þannig
Við áttum þrjár ær óbornar fyrir helgina en svo bar hún Odda hrút og gimbur á laugardaginn, þar með er vonin úti en við vorum að vona að við fengjum sæðingarlömb undan Oddu sem sjálf er sæðingarlamb en miðað við tímann þá hefur hún gengið upp og ekki fengið fyrr en á næsta gangmáli eftir að við sæddum hana.
Odda með nýborin lömb, hrút og gimbur
Við unnum í nýja hestagerðinu sem við erum að búa til við fjárhúshlöðuna á Vindási og náðum við að stilla af alla staurana og sjóða þverslárnar í helming af gerðinu og forvinna restina þannig að við stefnum á að klára gerðið um næstu helgi.
Slárnar eru komnar á hálft gerðið
Nonni notaði tímann á meðan Holla var í reiðtímum, tengdi rúlluvélina við dýrið og prófaði að keyra hana - og hún svona svínvirkaði - svo keyrði hann líka meira efni í planið við vélaskemmuna
Holla smellti sér hring á massanum á nýja planinu við vélaskemmuna og Nonni athugaði hvort rúlluvélin virkað ekki örugglega
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >