25. janúar 2009

posted Jan 25, 2009, 2:43 PM by Jón Pétursson   [ updated Jan 26, 2009, 1:55 PM ]
Við fengum Ella dýralækni til að koma og sprauta hrossin á laugardaginn í leiðindaveðri og fórum svo á eftir honum niður á Lækjarbotna og aðstoðuðum þau við að sprauta merarnar, folöldin og trippin þeirra - einnig voru folöldin örmerkt . Þetta gekk allt eins og í sögu og náðum við að kasta mæðinni aðeins áður en við fórum í partí til Möggu Teits á Vörðum um kvöldið þar sem fyrir voru Teitur Ingi, Grétar og Beta og vinkona hennar og Örn Svavars.
Þaðan fórum við svo á þorrablót Landmanna í Brúarlundi. Blótið var frábært, húsið stútfull og mikil gleði og glans og ekki skemmdu heimatilbúnu skemmtiatriðin fyrir - eins og vænta mátti átti Beggi á Minni-Völlum stjörnuleik í hlutverkum þeirra Páls á Galtalæk, Anders á Leirubakka og Sigga Sæm á Skeiðvöllum.
Sunnudagurinn var rólegur fyrripartinn - skiljanlega kanski... - en svo tók alvaran við og við renndum með reiðhestana Garp og Lúkas til Eiðs í Hrólfsstaðahelli og hann járnaði þá fyrir okkur. Við tókum þá svo með í bæinn og upp í hesthús á Kjóavöllum, planið er svo að vera með þá hjá Kötlu uppi í Víðidal í vetur en trippin verðum við með á Kjóavöllum..