24. janúar 2010

posted Jan 24, 2010, 2:48 PM by Jón Pétursson
Á laugardaginn fórum við með bændum á Vindási og renndum öll fénu í gegnum flokkunarrennuna og lásum á merkin og skráðum niður til að fá heildaryfirlit yfir lifandi gripi, um kvöldið fóru svo Holla og Gummi í að uppfæra skráninguna í Fjárvís forritinu og sendu inn skýrsluna í gæðakerfinu.
 
Gummi les á merkin og Holla skráir niður, Bragi rekur inn í rennuna, Magga stjórnar hliðinu inn og Nonni út úr rennunni
 
Nonni fór í að setja nýja startarann sem hann pantaði á netinu í stóra dýrið og nú fauk hann í gang þannig að hann gat farið monthring og prófað nýju dekkin sem fóru undir fyrir nokkru.
 
 
Nýju dekkin eru um 10 cm breiðari en þau gömlu og fara vel undir dýrinu
 
Á sunnudag var farið inn í Laugar að flokka bleikju með Gulla, Nínu og Sigga á Lækjarbotnum
 
Smáa bleikjan fellur á milli rimlanna í flokkaranum en stærri fiskurinn rennur ofaná þeim og fellur ofan í bala sem svo er borinn í annað ker
 
Pétur hefur notað helgina í að undirbúa benzann fyrir ryðviðgerðir og málun en hann fékk notuð frambretti sem hann ætlar að nota í stað þeirra sem sem eru á honum.
 
 
Comments